jæja þá er loksins að koma að því. ég hringdi í dagný í kvöld og sagði henni að við mættum ekki leggja af stað seinna en hálf sex. hún fölnaði upp við tilhugsunina, en það er ekkert gaman að lenda í röð sem nær út á bílastæði svo ég vona að hún og ásbjörn (en hann ætlar að keyra okkur þessi elska) mæti hér samviskusamlega fimm þrjátíu og pikki mig upp. ég hafði það loksins af að finna sundbolinn. og hann er komin ofan í tösku, ásamt páskaegginu og ýmsum öðrum nauðsynjum. tölvan fer auðvitað síðust niður og verður eflaust fyrst upp úr töskunni aftur. svo ætlum við gummi að hittast með tölvurnar okkar og leyta að nettengingum. hehe það er alveg ekta ég. mér finnst ekki svo gaman að vera í búðum, nema þá helst plötu, bóka og tækja búðum. en mikið rosalega ætla ég að hafa það huggulegt þarna úti.
lundúnaborg um loftin blá við ............ með sínu lagi
gleðilega páska elskurnar !!!!!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home