nú er ég búin að rölta um með holterinn minn í dag, og skrá niður allt sem ég hef gert, sem að er nú ekki flókin skráning, gerði nú bara mest lítið í dag. fór jú í klippingu og litun, og var svo aðframkomin af þreytu þar, að ég marg dottaði í stólnum. hrökk alltaf upp aftur þegar hausinn datt til hliðanna. hefði nú betur verið með þetta dót í gær, þegar ég hafði eitthvað fyrir stafni. en þetta aðgerðarleysi hefur svo sem ekki komið að sök, því ég er búin að vera með heilan haug af truflunum í dag, svo eitthvað ætti nú að skrást niður.
en..... nú er sem sagt komið páskafrí. jibbý jei og frí næstu átta dagana eða ellefu daga, fer eftir því hversu þreytt ég verð þegar ég kem að utan. ég held ég sé skráð með frí á föstudeginum, en aldrei að vita nema maður mæti nú bara samt í vinnuna, svona til að spara frídagana.
nú erum við ágúst búin að afgreiða star wars I og hann sofnaður, svo ég held ég fái mér bara blund líka. vona að ég hengi mig ekki í snúrunum sem hanga á mér.
nóttin....
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home