ójá ég fékk að sofa í tvo tíma, áður en arnar reyndi að sannfæra mig um að það væri komin dagur. ojojojoj ég var sko ekki tilbúin til að samþykkja það, en varð að gefa eftir og druslast fram úr og fóðra barnið. ágúst vaknaði svo stuttu seinna, þannig að þá kastaði ég mér í sófann undir sæng, og dottaði meðan þeir voru eitthvað að dunda sér. þeir voru nú reyndar alltaf að reyna að fá mig til að gera eitthvað, en fengu ekki góðar undirtektir. heyrðist bara eitthvað uml undan sænginni. annars finnst mér alveg stórundarlegt hvað ég er ekki þunn. ég blandaði saman einhverjum aragrúa að drykkjum (bjór, bolla, b52, koníak), en ég er alveg búin að sjá það á mínum drykkjuferli að það er alveg sama hvað ég drekk, svo framarlega sem ég blanda ekki saman rauðvíni og bjór. þá verð ég nefnilega fárveik.
annars er móðir mín að reyna að plata mig til að koma austur með strákana á laugardaginn. aldrei að vita nema ég skelli mér bara, hvort sem ég kem heim samdægurs eða verð yfir nóttina. það kemur bara í ljós.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home