.comment-link {margin-left:.6em;}

í dagsins önn...........

hugleiðingar mínar

laugardagur, maí 01, 2004

ég er næstum viss um að ég skrifaði eitthvað hérna í gær. hhhmmmm

en hvað um það. ég fór út að skemmta mér í gær. kórnum var sem sagt boðið í grill og huggulegheit. þetta var eitthvað það mest skemmtilega partý sem ég hef farið í lengi. maturinn var alveg yndislegur. fyrst var boðið upp á púrtvín og smá rétt svona til að hita upp meðan allir væru að koma. svo var grillaður risahörpudiskur sem hreinlega bráðnaði upp i manni og hvítvín með. m m m grilluð nautalund og meððí, ofboðslega góð og rauðvín með henni. kaka, kaffi og grand í eftirrétt. grandarnir urðu reyndar nokkrir. en þetta var alveg dásamlega gott allt saman. svo var náð í hljómborðið og byrjað að syngja, þetta er nú einu sinni kór. og ég söng og dansaði alveg vitlaus manneskja. ég sem ætlaði bara svona aðeins að kíkja til að reyna nú að kynnast fólkinu aðeins, fór ekki heim fyrr en klukkan að ganga fjögur í nótt. ég sé sko ekki eftir þessu. eina sem skyggði á kvöldið var að einn kórfélaginn var nærri kafnaður. kjötið stóð svona svakalega í henni, og hún náði ekki andanum. húsbóndinn á heimilinu gekk hins vegar snöfurmannlega til verks, og losaði hana við bitann, sjúkrabílinn var afpantaður og allt féll í ljúfa löð aftur. þetta er ekki góð tilfinning að horfa upp á fólk sem nær ekki andanum og geta ekkert gert. en þetta endaði nú allt vel.

ég vaknaði svo núna kl 7 20 í morgun. komm on. af hverju í ósköpunum er maður að vakna á þessum tíma, aleinn ekki búin að sofa nema einhverja þrjá tíma. ég ekki skilja alveg. en boj o boj ég var svooooo þunn. fór og náði mér í verkjatöflu, fékk mér að borða aðeins, þvoði mér i framan og svona allt sem er svo gott þegar maður er svona myglaður, og lagðist aftur upp í rúm. með tölvuna hehehe og kveikti á tónlistinni og er búin að vera að dorma svona síðan. ég er semsagt núna að upplifa það sem hann siggi sér í hyllingum. hann var að tala um það um daginn þegar við fórum út að borða, að honum fyndist svo gott að vera þunnur, liggja í sófanum allan daginn, alein og horfa á boltann (minnir mig að það hafi verið) ég sem sagt hef nú engan áhuga á neinum boltum, en þeim mun meiri áhuga á tölvunni minni svo hún kemur í staðinn, og rúmið er auðvitað mikið þægilegra en sófinn. en ég held að það sé runnið af mér núna og ég hætt svona nokkurn vegin að vera þunn. svo þetta er allt að koma. enda þarf ég að hressa mig við því það er brúðkaup á eftir. já já nóg að gera. óli pétur frændi minn og kristín ætla að fara að gifta sig. athöfnin fer fram í krossinum, og ég hlakka mikið til. hef aldrei farið í krossinn áður.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home