mér finnst að barnapíur eigi ekki að þurfa að fara í próf. þvílík vandræði. og það hefur aldrei verið meira að gera hjá mér. annars var ég nokkuð klók. hringdi í mömmu og bauð henni í mat, en ég á enga almennilega pönnu þannig að hún þurfti að hafa hana með sér, og fyrst hún var nú komin þá væri nú best að hún eldaði fyrst hún kynni á pönnuna (hehe með betri afsökunum sem ég hef fundið). nú og svo þegar búið var að elda og borða, þá auðvitað þurfti að ganga frá svo hún gæti haft pönnuna með sér heim aftur. hehe og svo fór ég á kóræfingu. þarf að finna mér eitthvað annað á fimmtudaginn, svo ég komist á kóræfinguna þá. hehehe
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home