þetta var nú meiri dagurinn. ég fór til mundu og auðvitað var mamma þar. við fórum svo í pollagallaleiðangur, fyrir þessi útivinnandi börn hennar, því það var búið að spá einhverri grenjandi rigningu fram á miðvikudag (sem btw var búið að breyta núna rétt áðan). einhvern vegin þróaðist þessi ferð yfir í tóman fíflaskap hjá okkur, endalaust fliss í bílnum (ég var sem sagt bílstjóri og dró þær nauðugar í bíltúr). við mamma enduðum svo að sjálfsögðu með að borða hjá þeim, og kvöldið endaði svo í einu hryllilegu hláturskasti. úff ef ég fæ ekki harðsperrur í magann á morgun...... fórum auðvitað í kjölfarið að rifja upp gömul álíka atvik, og þar ber auðvitað alltaf fyrst á góma þegar ég sparkaði næstum í andlitið á gamla kallinum í lyftunni á sjúkrahúsinu fyrir nokkrum árum síðan. sú saga stendur að sjálfsögðu alltaf fyrir sínu.
nú er ég sem sagt komin heim, dauðuppgefin eftir lætin í næsta húsi við mig. á maður þá ekki bara að fara að horfa á mynd......
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home