jú jú harpa bleika er alveg að gera sig. fór sem sagt með bleika naglalakkið, í bleikum sokkum og bleikum bol í vinnuna. var nú á báðum áttum með bolinn, því hann er svo svakalega fleginn að ég hefði allt eins getað verið bara á haldaranum. en hvað gerir maður ekki til að falla inn í munstrið. þetta heppnaðist sem sagt alveg ljómandi vel. vel flestir mættu í einhverju bleiku, sumir sögðust vera í bleikum nærfötum, en við létum nú vera að athuga það neitt nánar. tókum það bara trúanlegt í þetta skiptið.
og btw. ég er víst blönk þó svo að ég nenni ekki að fara til keflavíkur. fuss. ég fer upp á akranes í staðinn að vinna. hún er bara í fýlu við mig af því ég gat ekki unnið um páskana því þá var ég í lundúnum. glætan að maður sleppi því.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home