andinn hefur yfirgefið mig. ég veit ekki af hverju eða hvert hann fór, en það bólar ekkert á honum og hefur ekki gert í nokkurn tíma. kannski hef ég gleymt honum á akranesi, get þá kannski fundið hann aftur á sunnudaginn ef ég skutlast uppeftir í nokkra klukkutíma. man samt ekki einu sinni hvort hann var með mér þar. man bara eftir þessu leiðinlega lyklaborði þeirra, sem b.t.w. ég benti gróu á að væri fyrir neðan allar hellur. þetta er eins og að þurfa að höggva stafina í grjót.
annars er ég að mestu búin að horfa á myndir, misgóðar að vísu. independ.... day the cell, almost famous, stuck on you og i am sam svo eitthvað sé nefnt. ég er sem sagt að vinna upp hvítasunnuhelgina þar sem engar myndir voru með í för eins og fram hefur komið.
lilja er ekki enn komin í vinnu. hún er í svíþjóð núna, með fjölskyldunni og ég vona að þau skemmti sér vel. það er alltaf verið að reyna að telja mér trú um að það sé svo gott að vera í svíþjóð, kannski hún geti tekið undir það..... ætti maður kannski að fara að leggja land undir fót. nje ég held ekki. held það væri ekkert skárra annarsstaðar. það er þetta með grasið sem virðist alltaf vera grænna hinum megin, svo er þetta bara allt sama sprettan, þarf jafnvel bara að slá oftar græna grasið.
ástæðan fyrir þessu tali um græn grös er sem sagt sú að ég var að skoða greiðsluseðilinn frá íbúðalánasjóði. greiðsla 5 af 478. hrollur. ég má ekki til þess hugsa hvað ég verð orðin gömul eftir 473 mánuði. þá kem ég til með að sitja enn á þessum svefnsófa sem er ekki gerður til að sitja í hann er svo óþæginlegur, og pikka á tölvuna mína, (verð nú vonandi búin að versla mér nýja, annars verður ekkert til að pikka á). drengirnir verða nú vonandi búnir að verða sér úti um eigin heimili, jafnvel konu og börn, ég vona það allavega því ekki fara þeir að sofa uppí hjá mér um ókomna tíð. jei hvað ég hlakka til þegar greiðsla 478 af 478 rennur upp, og ég get kannski átt afgang um mánaðarmót. je ræt.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home