jú pabbi er sem sagt með lugnabólgu í báðum lungum. á tímabili héldu þeir að sýkingin væri komin út í blóðið líka, en held þeir hafi nú bakkað með það. hann kom heim með flugi í gærkvöldi klukkan sjö og við leyfðum honum ekki einu sinni að fara heim, heldur var farið með hann beint niður á læknavakt, og þaðan inn í fossvog. þegar þangað var komið var hann orðin svo lár í blóðþrýstingi 75/37 sem er nú eiginlega bara ekki neitt, þannig að það varð uppi fótur og fit til að koma kallinum upp aftur. hann var svo lagður inn á gæsludeildina til að meðhöndla þessa lungnabólgu, og yfirgáfum við mamma hann upp úr tvö í nótt. klukkan fimm féll hann aftur í þrýstingi og var þá fluttur upp á gjörgæslu þar sem hann liggur enn og verður þar þangað til að þrýstingurinn verður stabíll. þannig að hann þarf í það minnsta ekki að hafa áhyggjur af því að verða hent út áður en sólarhringurinn er liðinn.
svo er svo fyndið með svona fólk, hann hefur svo miklar áhyggjur af honum gísla í vinnunni. hvað á hann nú að gera, ef ég mæti ekki í vinnu. so what. er betra að hafa hann dauðann í gröfunni. þetta var líka svona þegar hann var að vinna á flateyri og var að blæða hægt og rólega út einhversstaðar einn uppí fjalli. þá fór úlfar bróðir og náði í hann og keyrði hann í bæinn til okkar. við vorum bara svo heppin núna að hann var hvort eð er að koma heim, annars hefði þetta getað farið mun verr.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home