.comment-link {margin-left:.6em;}

í dagsins önn...........

hugleiðingar mínar

þriðjudagur, júní 28, 2005

í gegnum tíðina hafa ýmsir vel meinandi einstaklingar verið að tuða í manni að maður verði nú að hreyfa sig og bla bla bla. jú jú ég svo sem jánka alltaf, jú það væri nú betra að hreyfa sig og borða hollan mat og jarí jarí jar. en geri aldrei neitt í því. núna undanfarið er ég hins vegar búin að tölta hérna nokkra hringi um reiðstíga bæjarins og/eða farið í sund. mér til mikillar ánægju og yndisauka. hef jafnvel dottið um félagsskap í sundlauginni mér til enn meiri ánægju. en hvað um það. hún systir mín elskuleg var eitthvað að tala um að hún og meinvill væri í einhverju ratleikjaveseni í hafnarfirði. þetta væri rosagaman og hvort ég vildi ekki koma með næsta þriðjudag þegar þær ætluðu að fara næsta rúnt. jú ég ákvað að slá til. gæti nú ekki verið svo mikið mál að rölta um hafnarfjörðinn, og ef ég þekkti þær rétt þá væri nú ekkert endilega verið að hlaupa við fót og kannski talað aðeins líka. nú systirin hringir og ítrekar boðið núna seinni part dags og þegar nær dró fór ég nú að finna strigaskóna og hafði nú rænu á að fara úr dagsdaglegu fötunum (þeas efri partinum, lét nú gallabuxurnar bara lafa) og í íþróttamannslegra outfit og svo norsku prjónapeysuna mína utanyfir. nokkuð ánægð með mig þegar ég skutlaði mér hérna í lyftuna og beið eftir að verða sótt.

ég skutlaði mér inn í leigubílinn, nokkuð ánægð með mig ennþá yfir að vera nú að drífa mig og við brunuðum að ná í hafnfirðinginn innflutta og svo var stefnan tekin á kaldársel (ég sem hélt ég væri að fara að tölta í hellisgerðinu eða eitthvað svona huggulegt) þar dróu þær upp myndavélar, gps tæki, og kort þar sem búið var að merkja inn einhverja krossa og var hugmyndin að finna það sem var merkt númer 4. út úr bílnum, löbbuðum örfáa metra og staðurinn hreinlega öskraði á okkur þetta var svo áberandi (n.b. þær höfðu verið búnar að leita áður en ekki fundið hehehe skil ekki hvernig það er hægt en so...) þá auðvitað fylltumst við miklum eldmóði og vildum finna meira. fundum þarna eftir smá rölt númer 5. hehe og þvilík hamingja. vorum búnar að þramma einhvern hálftíma þegar ég fann það á bak við stein og rak upp mikið fagnaðaröskur hehe... þarf ekki mikið til að gleðja mann.... hoppaði um eins og barn á jólunum. ekki gátum við nú hætt eftir bara hálftíma göngu þannig að áfram var þrammað. næst var það hundraðmetrahellir. tók nú góða stund að finna kvikindið. ég var farin að hugsa að einhverjir leiðindapésar hefðu verið að reyna að vera sniðugir og tekið helvítis merkið, en hljóp eins og fjallageit um svæðið þar til ég hvarf ofan í jörðina og aftur heyrðust mikil gleðihróp í mér. eennnnn þá fór að rigna. á örfáum augnablikum varð ég blaut inn að beini. sá ekki út úr augum, en áfram héldum við. áttum bara einn stað eftir á þessu svæði. við þrömmuðum og skreiddumst til skiptis í gegnum mistorfært grjót, mosa, gjótur, og sprungur, hóla og hæðir, og heilu skógana (engin okkar neitt voðalega há í loftinu þannig að þetta eru skógar í okkar augum) en það var alveg sama hvað við gerðum helvítis rauði hellirinn er ekki á svæðinu. ég var orðin sannfærð um að einhver bévaður húmoristinn hefði ekki látið sér nægja að stela spjaldinu með lausnarorðinu heldur hefði tekið helvítis hellinn líka. ég endanum, og mér er meinilla við að viðurkenna það, gáfumst við upp. þá vorum við búnar að labba í næstum þrjá tíma í gegnum urð og grjót upp í mót, ekkert nema urð og grjót, klífa skriður, skríða kletta, velta niður vera að detta.... úpps nú er ég aðeins að missa mig. þá var ekkert annað að gera enn að reyna að finna bílinn aftur. við búnar að labba í endalausa hringi (verður fróðlegt að sjá leiðina okkar á gps-inu).... af stað var haldið.. bíllinn loksins í sjónmáli... ég var forystusauðurinn og þar sem ég hafði eitthvað ógurlega mikilvægt til málanna að leggja í umræðuefninu sem var í gangi (man ekki fyrir mitt litla líf hvað það var) dró ég djúpt inn andann í gegnum munninn og snéri mér við. í því flýgur þetta flugukvikindi upp í mig og beint ofaní lungu. allavega vel áleiðis þangað, því þvílík hóstaköst og læti hafa aldrei heyrst í sveitum hafnarfjarðar. ég sá hana alveg fyrir mér vera berjast um í raddböndunum mínum, búin að flækja vængina vel og vandlega í þeim..... assgotans ári var þetta óþæginlegt. ég hef aldrei verið mikill pödduaðdáandi, og það skánaði ekkert við þetta. ég vil fá að ráða mínum mat sjálf takk fyrir. næst ætla ég að hafa með mér nesti og sleppa flugunum takk.

2 Comments:

At 9:07 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

haha þetta var nú samt soldið fyndið þegar flugan leitaði sér griðastað í raddböndum þínum..sem betur fer var þetta undir lok göngunnar því annars hefðum við örugglega þurft að snúa við

 
At 11:30 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Við vorum að tala um hér og nú og meint framhjáhald Brynju,ég elska þig,fyrrverandi konu Budda. Ég man nebbla núna hvernig Sverrir endaði athugasemdir sína í DV "Honum þarf ekki að koma á óvart að það sé hlandlykt í íbúðinni ef hann mígur alltaf á teppið heima hjá sér " Snildar athugasemd, sem á við fleiri en þau góðu fyrvernadi hjón.

 

Skrifa ummæli

<< Home