jæja þá er fyrsta vinnuvikan eftir sumarfrí búin. síðustu tvær vikur eru búnar að vera ansi viðburðarríkar hjá mér svo ekki sé meira sagt. ég var nú að tauta við sm í gær þegar við drusluðum sjónvarpinu inn, að hverju dytti svo sem í hug að ég væri að flytja út, miðað við allt það dót sem ég er að bera inn til mín hehe. fékk tvo karlmenn í heimsókn til mín í gær, og þeir snöruðu brotnu rúðunni úr stofuglugganum og settu heila óbrotna í í staðinn. að öllum líkindum voru það nú ekki drengirnir mínir sem voru sökudólgarnir í þessu máli, heldur var vitlaust glerjað. mikið var ég fegin því :) en nú er helgin gengin í garð, og best að fara að gera eitthvað af öllu því sem ég ætlaði að gera.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home