jahhh hérna... lenti ég ekki alveg óvart á svaðalegu fylleríi í gærkvöldi... og hvernig stendur á því gæti einhver spurt... jú, þannig er mál með vexti að hún munda systir mín er að reyna að selja íbúðina og við hinar tvær systurnar ákváðum af því að við erum auðvitað svo hryllilega almennilegar að hjálpa henni við að gera íbúðina söluvænlegri... æddum uppeftir, ruddumst inn í herbergið hjá birnu og byrjuðum að skrúfa í sundur hillusamstæðu (n.b. hún er til sölu ef einhvern vantar slíkan grip)... þá þurftum við að fá okkur pásu og sumir fengu sér bjór en aðrir fengu sér rauðvín... og aftur af stað... bröltum eitthvað meira þarna inn í herbergi... og önnur pása... áður en ég vissi af var ég búin með eina rauðvínsflösku, og var orðin sauðdrukkin. við fórum að sjálfsögðu á kostum eins og okkur einum er lagið... erum auðvitað víðfrægar fyrir gríðarlega góðan húmor... ég strippaði út í glugga (presturinn var sofnaður held ég)... en endaði samt sofandi upp í hjá bjössa... þegar krakkarnir fóru að tínast inn um nóttina þá svaf ég hjá pabba þeirra og systur mínar komnar á trúnaðarskeið inn á klósetti hehehe... en ég komst nú heim um síðir samt... aumingja birna var svo að reyna að ná mömmu sinni út úr rúminu svo hún gæti sjálf farið að sofa... en hehehe hún var svo drukkin líka að hún bullaði bara tóma þvælu :D
nú heilsan var svona lala þegar ég vaknaði í morgun, en það var ekki eftir neinu að bíða... ekki gátum við skilið íbúðina svona eftir hjá mundu þannig að við mættum aftur og það var málað og breytt og bætt og hent og skurað og skrúbbað alveg þangað til núna klukkan hálf ellefu að við náðarsamlegast fengum að fara heim til okkar. þvílíkir dugnaðarforkar sem við nú erum :D nú viljum við bara fá fólk til að skoða íbúðina hjá okkur. og drífa í að selja...
gærkvöldið var að sjálfsögðu fest á mynd og hehehehe það voru verulega skondnar myndir margar hverjar... ég þarf að fá afrit af þeim til að eiga sjálf... get notað þær ef mig langar að detta í það aftur... þarf ég bara að horfa á þessar myndir til að sjá að ég ætti ekkert að vera að drekka neitt mikið... :P
jæja best að fara að koma sér í rúmið áður en ég lognast út af hérna. vinna á morgun... svo taka til... útlönd á þriðjudaginn jeyyyyyyyy
1 Comments:
Hvurslags andskotans fyllerí hefur þetta verið..er ekki runnið af þér ennþá???? það er kominn 9 feb og ekekrt verið skrifað
Skrifa ummæli
<< Home