dagur 3
jú... næsti dagur kominn... og í dag var tölt yfir á king´s cross og þaðan tekinn bus yfir að baker street og tölt í gegnum regent´s park í átt að london zoo (kallað zúið til aðgreiningar frá húsdýragarðinum heima)
það verður nú að segjast eins og er að þeir fái ekki stórt prik í kladdann fyrir að merkja þetta vel.
en þar sem við erum með eindæmum klárar þá auðvitað römbuðum við á garðinn og skoðuðum þar ýmis kvikindi.
yfir 12000 dýr eru í garðinum (veit nú ekki hvort þeir töldu alla maurana sérstaklega) vorum komnin með slæman kláða eftir að hafa farið í gegnum BUGS húsið... ojojojoj.... jakkk... við fórum í butterfly paradise þar sem þau flugu meðal manna... æj þau eru nú voða sæt greyin en við birna fengum samt netta gæsahúð, meet the monkeys hehe þá var nú farið að reyna að tala við dýrin... bara fyndið sko, allskyns fugldýr, og zebrahesta, tímon og púmba... gíraffarnir voru æðislegir... við fengum að gefa þeim að borða og allt... en toppurinn var auðvitað þegar birna hitti birnina... og ágúst sagði... hérna er birna þarna er björn en hvar er birgir hahhaha
við ætluðum að taka canal boat niður til camden en tókst að missa af síðasta bátnum í dag, þannig að taxi varð fyrir valinu... enda gaman fyrir strákana að ferðast um í sem flestum farartækjum í ferðinni.
við vorum öll alveg búin í fótunum þegar við vorum búin með þennan dag. verkir í hverjum krók og kima... og nú sofa drengirnir hérna upp í hjá mér.. hehe eða ég fæ náðarsamlegast örlítinn bút af rúminu. en ég get líka bara sofið þegar ég kem heim...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home