elsku bylgja mín, hvernig dettur þér það í hug. nei ég er strax farin að sakna ykkar, og með kviðahnút í maganum. ég er bara að reyna að yfirgnæfa hann með að láta mig hlakka til :D
ég er búin að fá senda dagskrá helgarinnar. þetta hljómar bara vel sýnist mér. ég var að senda fyrirspurn á sænsku rafernina hvort það sé ekki til jólabúð í stokkhólmi. ég verð auðvitað að fara og skoða hana ef hún er til. aldrei að vita nema ég myndi detta um einhverjar nýjar hugmyndir fyrir búðina.
talandi um búðina... við erum enn á fullu að taka upp nýjar vörur. fengum sendinguna frá krebs í dag. að vísu urðum við fyrir smá vonbrigðum, því þessu var pakkað alveg með eindæmum heimskulega inn, þannig að það var mjög mikið af brotnum kúlum. maður fær nú bara tár í augun að sjá þetta allt saman. ekki mikið á milli eyrnanna á þeim sem pökkuðu á brettið það er morgunljóst.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home