ég var að horfa á fréttirnar i gærkvöldi, og það er ein frétt sem situr sérstaklega föst í höfðinu á mér... man nú ekki frá hvaða landi hún kom, en málið snérist um nýjasta æðið meðal ungs fólks þar.. að surfa á þakinu á lestum á fullri ferð. hvað er að. það var viðtal við tvo unga stráka sem sögðu eitthvað á þessa leið: við erum að þessu af því að það er svo gaman... að vísu hafa tveir félagar okkar dáið við þetta en því fleiri sem deyja svona þeim mun meir viljum við deyja svona. það var líka viðtal við annan ungan strák, sem hafði dottið af lestinni og lifað af (augljóslega fyrst það var viðtal við hann :P ) en sá var lamaður og fastur við hjólastól það sem eftir er. það var nú ekki uppi á honum typpið. ekki eins ánægður og sæll með sig eins og hinir tveir.
hann ágúst minn er á handboltamóti þessa helgi, í kaplakrika. unnu báða leikina í gær. verður gaman að sjá hvernig þeim gengur í dag. hann er sko í marki þessi elska.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home