má bjóða ykkur jólaöl og piparkökur
við systur vorum alveg ótrúlega duglegar að gefa fólki jólaöl og piparkökur í dag. við stóðum úti í þrjá klukkutíma, og það var stöðugur straumur af fólki, og bara góð stemming. ég held ég hafi aldrei nokkurn tíman talað svona mikið úfff.... þetta voru bara nokkuð margir lítrar af öli, og við vorum orðnar ansi kaldar þegar við fórum inn aftur. nú er ég háttuð undir sæng í stofunni og reyni að ná í mig hita aftur. strákarnir úti að leika sér svo það er svona hvíldarstund hjá mér bara. annars voru þeir alveg ótrúlega duglegir, unnu sér inn jólakúlur áðan :P ótrúlega þolinmóðir að vera með mér í búðinni í sjö klukkustundir. eðaldrengir sem ég á alveg hreint, það er nokkuð ljóst.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home