.comment-link {margin-left:.6em;}

í dagsins önn...........

hugleiðingar mínar

laugardagur, mars 24, 2007

kíkja til ömmu

ég er búin að vera óvenju dugleg að fara til ömmu upp á síðkastið. ég keyri til hennar, skrúfa niður rúðuna, drep á bílnum og sit þarna í algjörri þögn á meðan ég spjalla við hana um allt milli himins og jarðar. þegar viðrar fer ég út úr bílnum, teygi aðeins úr mér og jafnvel sest hjá henni smá stund.

oftar en ekki hef ég verið að biðja um smá aðstoð við hitt og þetta. hluti sem ég er ekki að skilja, eða mér finnast ekki vera að ganga upp, eða þá að ég er að þakka fyrir veitta aðstoð þegar eitthvað gott er að gerast. upp á síðkastið verð ég nú að viðurkenna að ég er búin að vera frekar fúl út í þá gömlu. hvað hún sé eiginlega að pæla, er hún ekkert að hugsa um að veita neina hjálparhönd, og ég sem hef aldrei verið duglegri að heimsækja hana. ég tek þessar hugsanir mínar til baka eftir gærdaginn. hún hefur sko verið önnum kafin á bak við tjöldin, maður fær bara ekki alltaf að vita af því strax. ég ætla því að gera mér ferð til hennar á eftir og í þetta skiptið verður ekki farið fram á neitt, heldur bara þakkað fyrir.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home