menntasaum - eða alltof oft
það var saumaklúbbur í gærkvöldi og loksins loksins gat ég mætt. hefur hitt illa á vikur hjá mér held ég bara í allan vetur. þetta var hin besta skemmtun bara. veðurfræðingnum í hópnum hafði meira að segja tekist að sjá til þess að hafa vont veður þannig að una var veðurteppt í bænum okkur til mikillar gleði.
menntasaum - humm ekki eru nu allar sáttar við nafnið. þegar við byrjuðum að hittast fyrir einhverjum árum síðan þá vildi höskuldur að hann héti: "allt of oft" sem segir allt sem segja þarf held ég. við erum auðvitað ekki heldur sáttar við þá nafnagift þar sem okkur finnst við ekki hittast neitt oft. spurning um frjósemisgyðjurnar eða greddupúkarnir hehehe þar sem við erum óhemju duglegar við að fjölga mannkyninu. omg nú verð ég rekin úr saumaklúbbnum fyrir dónaskap.
annars veit ég ekki hvert stefnir með þennan saumaklúbb. síðast þegar hann var haldin, þá var húsráðandi send á sjúkrahús (við erum allar mjög ábyrgar mæður, enda búnar að eignast yfir þrjátíu börn og erum enn að) með bráðaofnæmi, en saumaklúbburinn sat að sjálfsögðu áfram og passaði húsið og börnin. hún sendi svo manninn heim til að leysa saumaklúbbinn af því hun vissi ekki hvað hun yrði lengi þarna á staðnum. sem betur fer var þetta nú ekki neitt stórmál og hún því bara við hestaheilsu svokallaða.
í gær dinglaði ég hjá helgu, og freyja kom til dyra. jújú ok annað eins hefur nú gerst. húsmóðirin gæti verið upptekin að sinna börnunum fjórum, hundinum eða kallinum hvað veit maður.... en nei... þá kom í ljós að húseigendurnir voru bara ekkert heima heldur voru þau á leiksýningu. þannig að þarna sat saumaklúbburinn í góðu yfirlæti, búið að svæfa börnin og hundinn þegar að húsráðendur komu heim. mér finnst þetta snilld. næst er komið að mér að hafa saumaklúbb. ég sagði við stelpurnar að ég myndi skilja lykil eftir undir mottunni og þær gætu bara bjargað sér sjálfar ef að ég yrði eitthvað vant við látin. kókið yrði úti á svölum og einhverjar veitingar í ísskápnum.
það var búið að fara fram á að píanókennarinn og söngkonan myndi taka að sér að þjálfa okkur þannig að við gætum tekið lagið. það var nú misjafn metnaðurinn á staðnum... af hverju ættum við að þjálfa eitthvað raddað???? stendur eitthvað til???? það stóð nú ekki á svörum... jú svo við getum sungið í sumarbústaðaferðinni kom úr einni átt og önnur sagði... svo við getum sungið í fertugsafmælunum.... !!!!! fertugsafmæli... ég bið ykkur bara vel að lifa ég er ekki nema 36 ennþá. andsk... hafi það að ég sé að verða fertug og hana nú. en það má alveg syngja fyrir mig án tilefnis sko, og ekki verra ef ég fæ að syngja með. þessi saumaklúbbur er með eindæmum músíkalskur. mikill meirihluti okkar annað hvort hefur verið eða er að syngja í kórum þannig að við ættum nú alveg að geta sett upp nokkur atriði.
stefnan er tekin á sumarbústaðaferð í byrjun maí. helsta umræðan var á að taka einn eða tvo bústaði. einn er auðvitað skemmtilegri en ef þeir yrðu tveir þá var hugmyndin að hafa kallana í öðrum og okkur í hinum. þar sem ég á engan kall er mér nokk sama hvað verður. önnur hugmynd væri auðvitað að fara bara stelpuferð, þá skiptir engu máli hvort maður á kall eða ekki :P
auður kom með myndir af bumbubúanum. á hliðarmyndinni sýndi hann svona "thumbs up" til merkis um að þetta væri nú allt í lagi, svo það hlýtur allt saman að fara vel. annars var ótrúlega gott að sjá hana kristínu og fá eitt knús frá henni þar sem ég hef ekki séð hana síðan í jarðarförinni. hún og hennar fjölskylda standa sig með ólíkindum vel. held það líði varla sá dagur sem maður hugsar ekki til þeirra.
hvað varðar litla hrakfallabálkinn minn þá fór hann í skólann í morgun og virðist bara vera nokkuð sprækur kallinn. allt á réttri leið. ég hef að vísu ekki séð hann síðan í gærmorgun og veit ekki hvort að glóðaraugað sé komið almennilega fram eða hvort það ætlar bara ekkert að láta sjá sig, en samkvæmt öllu ætti hornhimnan að vera búin að gróa þannig að sá sársauki ætti að vera að baki.
3 Comments:
Frjósemisgyðjunarn finnst mér flott - mun virðulegra en greddupúkarnir :-) - Ég held það sé lítil hætta á að menn verði reknir úr klúbbnum fyrir dónaskap -er svona langt síðan þú mættir Harpa ? Flott síða hjá þér - þú ert aldeilis dugleg að blogga :-)
úff já ég held ég hafi bara eiginlega ekkert komið í vetur... en nú er bara að snúa vörn í sókn :P
þetta með frjósemisgyðjurnar myndi jafnvel virka fyrir virðulega píanókennara og lögfræðingsfrú... ekki viss um að greddupúkarnir myndu leggjast eins vel í allar starfsstéttir hehe
Skrifa ummæli
<< Home