dagur 2
ég held ég hafi aldrei verið svona fljót að sofna. kristín fór á klósettið og ég vissi ekki af mér fyrr en morgunin eftir þegar hún var búin í sturtu.... hótelið er mjög fínt, snyrtilegt og rúmgott, og við sváfum ljómandi vel saman. morgunmaturinn algjörlega til fyrirmyndar, ætluðum aldrei að tíma að hætta að borða. töltum svo af stað á sjúkrahúsið, veðrið var gott og þetta bara þægilegur göngutúr svona að morgni dags. við að vísu fórum auðvitað ekki stystu leiðina, þar sem við erum eins og allir vita óhemju áhugasamar um útivist og hreyfingu alla. það er eitt að finna byggingarnar og annað að vita í hverri þeirra við áttum að vera. en við auðvitað fundum þetta allt saman af okkar alkunnu snilld. enda ratvísar með eindæmum.
dagurinn var mjög fínn. það var tekið mjög vel á móti okkur.
deildinni er í glænýrri byggingu og er hún alveg ótrúlega vel heppnuð. ótrúlega björt og falleg, skreytt með málverkum og fiskabúrum. svíarnir eru ekki neinar teprur og þeir eru ekkert að eyða plássi í of mörg búningsherbergi. þar eru bara allir að hátta með öllum, alveg sama af hvoru kyninu þeir eru.... voða heimilislegt eitthvað.
við æddum svo í bæinn eftir vel heppnaðann vinnudag. okkur til mikillar gleði fundum við nokkrar búðir, og náðum að gleyma okkur þar. verst að það var svo stuttur tími í lokun.
þegar hér var komið sögu þá vorum við orðnar bjór og matarþurfi þannig að við leituðum að veitingastað. það hefur ekki reynst okkur auðvelt þessa tvo daga, en loks fundum vil gult hús sem lofaði góðu.... og jújú mikið rétt, frábær matur sem samanstóð af hreindýri, hirti og nauti og svo þessi líka geðveikislega góða súkkulaðikaka, ís og rjómi í eftirrétt. ekki veit ég hvað hljóp í hana kristínu, en þegar við stóðum upp og ætluðum að fara, þá var hún nærri búin að slá niður þjóninn. úff ég lýg því ekki að það munaði ekki nema 3-4 mm á að hann fengi bara einn á kjammann. hann sem var búin að vera svo ægilega almennilegur við okkur. neinei þá var brussugangurinn í henni þegar hún var að troða sér í úlpuna svo mikill að þjónninn átti fótum sínum fjör að launa.
en nú erum við allavega komnar upp í rúm, þreyttar en mjög ánægðar með góðan dag.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home