Þetta var allt hið undarlegasta mál. Eftir að hafa hóstað úr mér lifur og lungum þá fór ég út að grilla í gærkveldi, og viti menn allur hósti og hæsi hurfu eins og dögg fyrir sólu. Ekki að ég sé að kvarta. Annars var hún Birna að fá einkunnir og gekk alveg rosalega vel. Hún má vera mjög ánægð með sig. Til hamingju með það, svo maður tali nú ekki um bílprófið. Maður er bara að verða gamall.
Annars er ég mjög ánægð með mig þessa dagana. Ég er búin að drösla mér út kl 06 á morgnana til að hlaupa um hverfið. Ég er meira að segja búin að draga Mundu með mér. Reyndar sendi ég Mundu sms fyrsta morguninn sem hún ætlaði með mér og spurði hvort hún væri vöknuð og hvort hún ætlaði með. Ég fékk ekkert svar þannig að ég ákvað að hún væri sofandi, og fór bara ein út. Um hádegið hringdi Birna í mig og spurði hvort það væri ekki í lagi með mig. Hvort ég hefði virkilega haldið að hún nennti að fara með mér út á morgnana til að hlaupa. hmhmhm.. Ég sem sagt sendi sms ið á vitlausan stað. Á meðan sat Munda fram í stofu og beið eftir að ég myndi hringja í sig. Svona geta hlutirnir snúist í höndunum á manni. En eins og ég segi þá er ég alveg rosalega ánægð með þessa framför. Mér finnst nú eitt að fara út að hlaupa, og annað að gera það eldsnemma að morgni. Svo er bara að halda áfram á sömu braut.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home