Ég hef aldrei nokkurn tíman hóstað svona mikið eins og ég er að gera í dag. Ég held ég sé að verða búin að hósta upp úr og niður úr mér öllum helstu líffærum. Því líkt og annað eins. Ég væri sko löngu farin heim úr vinnunni ef ég væri ekki að fara á fund núna kl 15. Svo náttúrulega týndi ég röddinni í morgun þannig að það heyrist ekkert í mér. Mikið held ég að hann Ásmundur verði glaður þegar að hann fer að spjalla við mig á eftir. Hann hefur svo gaman að því þegar ég reyni að tala þegar ég er svona. Kannski ég taki fyrir hann nokkur lög líka, fæ mér koníak og eitthvað huggulegt með. Annars segir hún Lilja að ég sé að bulla. Ég hafi oft hóstað svona mikið áður, en hvað er að marka hana. Hún hló eins og fífl að mér í morgun þegar ég fór að tala við hana með mínum undurfagra róm. hmhm. Haldið þið að það sé nú vinnufélagi.
Úpps nú er fundurinn að byrja þannig að ég verð bara að halda áfram síðar
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home