Nú er runninn upp Hvítasunnudagur. Ég er ekkert þunn, enda var ég nú ekkert drukkin, bara rétt aðeins kippti. Ég er búin að vera alveg á útopnu við að þrífa í morgun. Búin að viðra sængurnar, skipta á öllum rúmum, skúra gólfið, þrífa baðið o.s.frv. Strákarnir eru nebblilega ekki heima. Hún systir mín elskuleg kom og sótti þá í morgun og fór með þá austur í Þjórsárdal. Okkur finnst það nú ekki leiðinlegt. Það er alveg nauðsynlegt að geta verið svona tvö ein annað slagið, tala nú ekki um þegar þeir verða í burtu yfir nótt. Þetta gerist bara svo sjaldan að það eina sem manni dettur í hug að gera er að fara að þrífa. Manni er nú ekki viðbjargandi.
Ég er með smá blöðrur í vinstri lófanum eftir kajak róðurinn, en ekki eins miklar harðsperrur eins og ég hélt ég myndi fá. Sem betur fer þarf ég ekki að fara að óma núna, því að ég er ekki viss um að það væri mjög þægilegt með þessar blöðrur. En eins og fram hefur komið þá er ég nú komin í vikufrí.. Ég og Ágúst verðum bara tvö ein saman, Ásmundur verður í vinnunni, svo þetta verður bara rólegt og notalegt, með tærnar upp í loft. Eini gallinn sem ég sé við þetta er að ég verð hvorki með bíl né nothæfa tölvu meðan Ásmundur er í vinnunni. Ég geri hvað ég get til að lifa það af. Þið verðið bara að reyna að sætta ykkur við að ég skrifa ekkert nema á kvöldin. Ég veit það verður erfitt, en þið verðið bara að harka af ykkur og skrifa e-ð gáfulegt í gestabókina mína á meðan.
Ég er að horfa á Doug and Carrie á skjá einum. Þau eru í kynlífsbindindi í tvær vikur, og það er eins og himin og jörð séu að farast.Vúff aumingja fólkið. Þetta er áræðanlega skelfileg lífsreynsla. Eins gott að maður lendi nú ekki í svona löguðu, ég má bara ekki til þess hugsa :)
Hakuna Matada
feisaðu fram á við fortíðin er að baki
(Tímon)
p.s. þar sem bloggið var niðri í gær þá auðvitað skrifaði ég bara í Word og flutti það við fyrsta tækifæri. Maður kann nú að bjarga sér.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home