gamlársdagur/kvöld
nú er hún sigríður systir mín með börn okkar hinna systra á brennunni. þetta er nú auðvitað brilljant fyrirkomulag, að við eignumst börnin, og hún sér um svona ýmis verkefni sem þarf að inna af hendi. á meðan fer fram árleg umræða hér á heimilinu í hvaða átt brennan er, hvort þetta sé flugeldasýningin í kópavogi eða garðabæ, svo ég tali nú ekki um í hvaða átt keflavík er, og í hvaða átt maður keyri ef maður ætli austur fyrir fjall.
ég á nefnilega mág sem er sá áttaviltasti ever. það er alveg sama hvað við segjum honum oft í hvaða átt keflavík er, hann skal alltaf þræta við okkur, jafnvel þó svo að allir hinir séu sammála. hann er alveg ótrúlegur. og það fyndna er að honum er alvara í hvert skipti sem þessa umræðu ber á góma. svo er verið að tala um að kvenfólk sé áttavilt. huh.
ég fór í bónus í dag, sem er nú ekki í frásögur færandi, nema að ef þú ætlaðir ekki að kaupa hamborgarhrygg eða hangikjöt á 3-4þús kr. þá áttir þú bara ekki að borða neitt. ég fór heim aftur með engan mat. svo það verður bara grjónagrautur hjá mér á morgun. strákarnir verða nú hæst ánægðir með það ef ég þekki þá rétt.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home