það er svo erfitt þegar ég geri þetta. ég fékk arnar til að fara upp í rúm að sofa, og fór með honum bara svona rétt til að syngja fyrir hann. viti menn áður en ég vissi af var ég steinsofandi. hann sofnaði að vísu líka, en ég ætlaði ekkert að sofna, svo nú er ég glaðvakandi þegar ég á að vera að fara að sofa. jæja skiptir engu. ég hef svo sem nóg að gera það er ekki vandamálið.
ég fór áðan út í sjoppu til að kaupa mér lottomiða. mamma var hérna hjá mér þannig að ég notaði tækifærið og skrapp á eðalvagninum hennar. ég er að vísu ekki búin að athuga hvort ég fékk þessar fimmtíumilljónir eða hvað það nú var mikið, en ég seldi allavega billjardborðið í ferðinni, og ég var bara mjög sátt við það. kom hérna strák garmur úr keflavík sem er búin að hringja nokkrum sinnum í mig út af borðinu. loksins hafði hann það af að komast á svæðið, ég mætti þeim meira að segja hérna úti á plani þegar ég var að fara í sjoppuna. nú til að gera stutta sögu enn styttri þá tók hann borðið með sér og skildi fimmtánþúsund krónur eftir hjá mér. ég er sem sagt laus við borðið jibbý jei.
nú þarf ég bara að klára verkefnið og þá er ég í góðum gír. er reyndar í alveg sæmilegum gír þrátt fyrir verkefnið. sigga var að tala um að kassinn væri alveg að gera sig, svo ég verð bara að taka undir það. seldi orbitrekkið mitt og gumma (sem sagt tækið hans ekki hann sjálfan) og billjard borðið. mér þykir aftur á móti verra að þau séu búin að selja jeppan. hvaða bíl á ég þá að nota, snökkt snökkt. nei þetta er alveg bráðsniðugt. mæli með þessu.
ég er búin að sjá það að ég verð að breyta aðeins síðunni minni. þarf að færa gestabókina mína svo það skrifi fleiri í hana og oftar. gera hana meira aðlaðandi hehehe. kannski er bara enginn að lesa þetta, það er þá bara allt í lagi. ég skrifa þá bara sjálf í gestabókina mína huh!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home