.comment-link {margin-left:.6em;}

í dagsins önn...........

hugleiðingar mínar

laugardagur, janúar 03, 2004

helgarnar eru nú alltaf góðar!!!!!

þetta eru nú meiri veðrin hérna. rétt komin almennilegu snjór, þegar allt rignir í rot aftur. reyndar finnst mér rigningin góð eins og segir í kvæðinu. mér finnst alveg frábært að fara í göngutúr í grenjandi rigningu, svo fremi sem það sé ekki of mikið rok. ekki það að ég get svo sem alveg hamið mig þó það rigni núna, hef enga löngun til að fara að rölta úti við, enda er leiðindarok líka.

ég fór í ikea i dag og keypti mér diska. ég var nefnilega búin með pappadiskana, og allt sem var borðað hjá mér var borið fram í einhverju yndisgulum blómalaga plastskálum. hehe. því sá ég það að ég yrði að verða mér úti um diska, því þetta væri nú ekki alveg að ganga hjá mér. svo nú hef ég enga ástæðu til að versla bara tilbúin mat í einnota umbúðum, oooo kannski þetta hafi bara verið vitleysa hjá mér.

geymslan

svo tókst mér í dag hið ómögulega. ég hringdi í mundu (hún er nú samt allt annað en ómöguleg) og bað hana að koma og flytja með mér billjard borðið. þvílíkt puð að koma því út um dyrnar, því nú eru komnar þessar fínu hillur þangað inn þannig að það er ekki hægt að opna hurðina eins vel og hægt var í byrjun. nema hvað að hún hjálpaði mér svo að koma öllu draslinu inn í geymsluna. jííííííhhhaaaaa. þetta er mikill léttir. það er svo leiðinlegt að hafa eitthvað svona hangandi yfir sér í lengri´tíma.

þá er bara eitt (ok ég get ábyggilega fundið eitthvað meira) sem er eftir. við bryndís eigum eftir að klára verkefnið í tölfræðinni, og skila því. við drífum nú í því bara í næstu viku strax. ekkert mál. bara gaman :) þá get ég byrjað nýtt ár.

arnar

hann arnar minn dreif sig til vestmannaeyja í morgun. viti menn það var flogið. hann var svo spenntur þegar ég spurði hann í morgun hvort hann vildi fara. hann hélt það nú. fyrirvarinn var nú ekki mikill, enda hefur reynst best að framkvæma svona hluti strax vera ekkert að tala of mikið um það. klukkan ellefu vissum við að það yrði flogið og hann myndi fara. og klukkan tólf var mæting. hann hljóp um allt og týndi til öll föt af sér sem hann sá. líka þau sem hann vill aldrei fara í og svo var hann bara rokinn. þessi elska. það verður voða gaman hjá honum og predu ömmu og kevala.

stjörnuspáin

Þér er ráðlagt að hlusta betur á fólkið sem þú umgengst þessa dagana. Þú virðist geta framkvæmt marga hluti á sama tíma og orka þín eflist vissulega við hvaða erfiði sem þú ómeðvitað kýst að takast á við. Nýttu kraft þinn til hjálpar náunganum því þú hefur mikið að gefa án fyrirhafnar. Janúar mánuður árið 2004 verður annasamur í jákvæðum skilningi. öööööö já..... hlusta, haaaa ég held ég sé nú nokkuð dugleg við að hlusta. hlusta jafnvel alltof mikið, og segi of lítið. þetta með að framkvæma marga hluti í einu, hehe ég er nú ekki viss um það. get til dæmis ekki bakkað bíl við erfiðar aðstæður ef útvarpið er hátt stillt, en þá er bara að slökkva á bévuðu útv. og bakka bílnum. þrjóskan í fyrirrúmi. já ég hjálpaði yfirmanninum í gær eins og ég sagði frá, með engri fyrirhöfn því ég settist inn í bílinn hann og bakkaði og lánaði honum skóflu. hehe. annasamur janúar. já við skulum sjá hvernig það fer. ég held að það sé fátt sem toppi desember ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home