ég þori ekki öðru en að afgreiða bloggið mitt, því ég lofaði birnu að hún mætti fá tölvuna mína lánaða í kvöld. hún var búin að gleyma að hún ætlaði að passa fyrir mig, og sagði kennaranum sínum að hún gæti passað fyrir hana í kvöld, sem er auðvitað besta mál, (ég þori ekki að segja annað því hún ætlar að passa á morgun og laugardaginn hehe vil ekki styggja hana). en maður getur ekki fengið allt, hún getur passað fyrir mig, ég á tölvu en enga peninga. hehe en kennarinn borgar henni fyrir pössunina, en á ekki tölvu. þetta er erfitt líf.
ég fékk nýju gleraugun mín í dag. ég er ekki frá því að þetta sé bara að virka. alla vega las ég úr nokkrum hjörtum og bölvaði ekkert voðalega mikið. spjallaði við gleraugnagaurinn um linsur, en ég efast um að það sé valmöguleiki fyrir mig. ég er með það mikla sjónskekkju, að ég þarf sérstakar sjónskekkjulinsur, og þá eru þær auðvitað mikið dýrari heldur en venjulegar nærsýnislinsur. alltaf ég jafn heppin. en ef ég fæ ekki linsur þá finnst mér að ég eigi alla vega að fá mér sólgleraugu. er það ekki bara alveg sanngjarnt. maður verður hrukkóttur um aldur fram af að vera aldrei með sólgleraugu, fyrir utan að vera stórhættulegur í umferðinni. hehe þetta er góð afsökun ekki satt :)
jæja sjáum til. best að fara að syngja bara
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home