jæja þá er allt að færast í eðlilegt horf aftur. strákarnir komnir, og allir í stuði. fórum út í dag, en það var svo ofboðslega kalt á milli okkar mundu að við enduðum bara þar í heimsókn. alveg synd því þar sem var ekki vindur þar var fínasta veður. það er saumaklúbbur hjá henni hrefnu í kvöld, en ég ákvað að reyna ekki einu sinni að fá pössun, því það er svo langt síðan að strákarnir voru hjá mér síðast. enda höfðum við það mjög gott, hélt reyndar að þeir ætluðu aldrei að sofna. ágúst fékk sitt hefðbundna málæði þegar hann átti að sofna. það sem hann getur talað um allt og ekkert, hann er alveg frábær. arnar söng og söng, hann er svona sönglúða eins og mamma sín :) og ég sofnaði auðvitað fyrst. hehehe. ég fékk nú ekki að sofa lengi, en nóg til að nú er ég glaðvakandi, það þarf nú ekki nema fimm mínútna blund til að eyðileggja allt fyrir manni.
Góða nótt, sofðu rótt, dreymi þig rúmpöddugnótt. (fer ekkert ofan af því að myndin er snilld)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home