.comment-link {margin-left:.6em;}

í dagsins önn...........

hugleiðingar mínar

föstudagur, apríl 16, 2004

jæja´þá erum við komnar heim úr mjög svo vel heppnaðri ferð. held við séum báðar sammála um það. höfðum okkar einka flugfreyju á leiðinni, sem sá til þess að við fengjum bestu sætin í vélinni. hehe. það var búið að troða okkur lengst aftur í rassgat á honum snorra (það er sko vélin, fórum með leifi út) svo rétt áður en við tókum á loft kom hún sibba til okkar og bauð okkur að setjast við útgangin. hún ætlaði nefnilega að fá far með okkur í bæinn, og vildi sjá til þess að við myndum vera snöggar út úr vélinni, svo hún kæmist sem fyrst heim. hehehe. hún stóð sig að sjálfsögðu ljómandi vel. við höfðum einmitt orð á því áður en við fórum um borð, hvað hún væri nú heppin að þetta væri edrú ferð. annars hefðum við ábyggilega böggað hana út í eitt. hhhmmmm.

annars vorum við dagný sammála um eitt sem við sáum í kynningarmyndbandinu hjá flugleiðum. tókum eftir þessu á leiðinni út og svo aftur á heimleiðinni. það er verið að hvetja fólk til að loosen up eins og sagt er, og teygja úr skönkunum svo það stirðni ekki. og til verksins er fengin kona sem sýnir (í myndbandinu) hvernig hægt sé að framkvæma nokkrar æfingar. nema hvað að við horfðum bara hvor á aðra og spurðum: hvað er konan að gera. við vorum alveg pottþéttar á því að það væri eitthvað að gerast þarna í sætinu hjá henni sem ekki kæmi fram í myndinni. hey komm on, teygjur my ass. við vorum sannfærðar um að hún færi nú bara bráðum að renna útúr sætinu.... ok þessi skrif mín eru kannski ekki fyrir viðkvæmar sálir, en það er þetta myndband þá ekki heldur. nema það séum bara við tvær sem erum svona viðkvæmar hahaha.

en ásbjörn kom sem sagt á limmunni með stóra plássið (not) að sækja okkur þrjár og ég var svo heppin að mér var skilað fyrst. leikur við mig lánið. svo nú ætla ég að fara að sofa, því ég stefni á að fara að vinna í fyrramálið.

só sí jú

og dagný...... takk fyrir ferðalagið :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home