læf gós on........ þetta var nú meiri rólegheita dagurinn, eftir annasama nótt. arnar var alltaf eitthvað að væla, mér fannst ég alltaf vera nýsofnuð þegar heyrðist í honum aftur. svo í eitt skiptið þá hreyfði hann sig eitthvað hérna í sófanum, og þá datt hamsturinn sem birna gaf þeim, í gólfið (ok hann gengur fyrir rafhlöðum) kviknaði á kvikindinu, og hann hljóp út um allt. ég mátti sem sagt reyna að hafa upp áhonum klukkan tvö í nótt, og drepa í honum. úfff ekki það sem mann langar mest til að vera að gera svona um miðjar nætur. en þetta hafði sko engin áhrif á arnar, því þegar ég vaknaði klukkan 6.40 og fór að hafa mig til í sturtuna, kom hann á harðahlaupum til mín og vildi ólmur koma með mér í sturtu. honum lá svo á að hann náði varla beygjunni inn á baðherbergið.
nú styttist í að ég fari næst upp á akranes. ætla að leysa hana valdísi af á laugardaginn. dagný hringdi í mig áðan og sagði mér að það væri öldungamót í blaki (held ég fari rétt með) þar um helgina, og hún og kata verða auðvitað þar. svei mér þá, það skyldi þó aldrei fara svo að ég færi á íþróttaviðburð á akranesi. annars var ég að vonast til að svona stórt mót, hefði í för með sér útköll fyrir mig. ojojojoj þetta var nú óþverraskapur, vil samt ekki að kata og dagný sjái mér fyrir útköllum, höfum það bara einhvern úr hinum liðunum hehehe. það verða þarna trilljón manns eftir því sem dagný segir, svo af nógu er að taka. nei reyndar finnst mér best að fá bara engin útköll, en fjárhagurinn er svo ansans ári slæmur að mér veitir ekkert af útköllunum. ætli endi ekki með því að ég þurfi að betla vinnu víðar ef fram heldur sem horfir. jakkkkk.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home