og enn erum við búnar að labba og labba og labba og labba......... strákarnir eru búnir að draga okkur út um allt, við erum gjörsamlega gengnar upp að herðablöðum ef ekki lengra. fórum að vísu að mestu á sömu staði og í gær, til að byrja með, því þeir vissu ekki hvað við vorum búnar að þramma mikið, en svo fórum við í covent garden og allt og allt. löbbuðum í allt þrisvar yfir millenium brúna og geri aðrir betur. huh! við buðum þeim svo út að borða á veitingastað sem heitir svo mikið sem........bankside að mig minnir. það var bara mjög fínt. fórum heim í strætó, og svei mér ef það var ekki illa klikkaður bílstjóri. við máttum bara þakka fyrir að komast alla leið heil á höldnu. en það hafðist, að við náðum að skríða hér inn, eins og fyrr segir hálfdauðar úr þreytu.
en nú fer að koma háttatími á okkur. svo bæ for now.....
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home