jæja þá er maður búinn að þramma um verslunargötu brussel. brugðum okkur í bæjarferð áðan með regnhlífarnar. ég keypti mér stuttbuxur þannig að það væri nú allt í lagi að það færi að sjá til sólar hérna svona hvað úr hverju. en iss annars finnst mér þetta fínt. vil ekkert hafa mikið heitara en þetta. lét mig hafa það áðan að máta gallabuxur og ef mér finnst það leiðinlegt heima þá er það enn leiðinlegra erlendis, þegar maður er allur svona þvalur og ekkert gaman að reyna að troða sér í einhverjar buxur sem passa svo ekkert á mann þegar upp er staðið. má eg þá frekar biðja um bóka- plötu- tækja- og tólaverslanir takk fyrir. þar þarf ég ekkert að fækka fötum og allt passar eitthvað svo vel (nema kannski við visakortið). ohhh nema einir skór sem vigdís keypti sér áðan og mig vantar svoooooo mikið að fá svoleiðis líka. en sumsé á morgun fer vigdís til parísar þannig að ég verð ein að fóta mig í brussel á meðan. kannski ég reyni að leita að skónum góðu :) (veit að sigríður systir mín yrði græn að öfund ef hún sæi þá, svo maður tali nú ekki um frú meinvil)
ég er búin að heyra í strákunum og þeir skemmta sér að sjálfsögðu konunglega á kanarí. engin rigning þar skilst mér á þeim.
jæja krían kallar.....
1 Comments:
Það er ljótt að gera systur sína og Meinvill öfundsjúkar út af skóm, sérstaklega í ljósi þess að ekki hefur verið hægt að kaupa skó á Íslandi í rúm 15 ár... skammastu þín bara og hana nú..annars er þriðjudagsgönguvinaklúbburinn allur að færast í aukana...ætlum að bruna og tína merkið beint upp í kvöld..bara eins og ekkert sé...
Skrifa ummæli
<< Home