.comment-link {margin-left:.6em;}

í dagsins önn...........

hugleiðingar mínar

laugardagur, ágúst 20, 2005

ég setti af einhverri rælni auglýsingar um dótið sem ég er að reyna að losna við inn á mbl.is gerði nú ekki ráð fyrir að fá nein viðbrögð en hugsaði með mér að ég hefði engu að tapa, sérstaklega þar sem þetta kostar ekki neitt. ég fer aldrei inn á þessar smáauglýsingasíðu þeirra, og þar af leiðandi gerði ég ráð fyrir að það færi engin þangað. eitthvað virðist ég hafa misreiknað mig þar, því ég er búin að fá þónokkrar fyrirspurnir sérstaklega þó um vagninn og eldhúsborðið. ég er nú ekki búin að selja neitt af þessu ennþá, en var í dag að fá póst með boði í vagninn upp á 30 þús. ég hefði alveg viljað fá meira, en hey... enga frekju góða.. verð bara rosa glöð ef ég fæ einhvern pening upp í þessi húsgögn sem ég er búin að kaupa mér:) oohhh ég hlakka svo til að flytja :D:D:D:D:D

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home