.comment-link {margin-left:.6em;}

í dagsins önn...........

hugleiðingar mínar

laugardagur, ágúst 13, 2005

mér finnst eitt svolítið fyndið... eða fyndið er reyndar ekki rétta orðið, því ég varð frekar fúl heldur en að falla í hláturskast. eins og fram hefur komið er ég búin að vera á námskeiði í skólanum alla þessa viku strax eftir vinnu. sem sagt vinna kl 8 - 16 skóli 16:15 - 18:30 svo fengum við að vita hvaða bók væri gott að glugga í, og það yrði sú bók sem yrði kennd í forritunarkúrsinum þegar hann myndi byrja. þar sem ég hef alla dagana verið upptekin í vinnu og skóla á opnunartíma verslana, þá ákvað ég að skutlast núna í dag í bóksölu stúdenta til að versla gripinn... og viti menn.. það var lokað. þá spyr ég.. hvernig á ég að fara að því að versla bókarfjandann ef ég kemst aldrei. argh... pirrar mig. ekki það að ég sé endilega talsmaður fyrir því að allt eigi alltaf að vera opið allan sólarhringinn. en hvenær á ég eiginlega að komast þangað :|

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home