ég er komin með rasssæri... og af hverju stafar það... jú ég er búin að sitja límd yfir tölvunni við að læra alla fokkings helgina.. var upp á akranesi alla helgina, og það var mér til happs að ég fékk fjögur útköll... sem urðu þess valdandi að ég þurfti að standa fjórum sinnum upp og fara út. annars væri ég vafalaust ekki bara með rasssæri heldur legusár. til að verðlauna mig, þá keypti ég mér miða til minneapolis. en ástæðan fyrir þessum maraþon lærdóm er prófið sem er núna eftir nokkra klst. ég auðvitað get ekki sofið frekar en fyrridaginn (kemur prófinu ekkert við) en elskurnar mínar... hugsið fallega til mín milli níu og tólf (má alveg vera lengur sko).. ég er ekkert voðalega bjartsýn með árangurinn af þessu prófi :|
1 Comments:
gangi þér vel
Skrifa ummæli
<< Home