ég á ekki til aukatekið orð... eiginlega í orðsins fyllstu merkingu. ég veiktist í síðustu viku. sem er nú ekki í frásögur færandi... fékk einhverja hálsbólgu og kverkaskít... nema hvað að ég missti svo röddina hægt og sígandi og hún hefur ekki enn snúið til baka og nú er komin vika sem ég hef verið með þessa íðilfögru óheyrilega sexy rödd. og það sér ekkert fyrir endan á þessu hjá mér. ég trítlaði því til læknis á miðvikudag og hún skrifaði upp á sterapúst handa mér... í morgun eftir að ég var búin að taka inn lyfin mín, fór ég að finna fyrir allskonar kippum aðallega í andlitinu. ég er því búin að sitja í allan dag og kippast til eins og einhver fáráður :| en pústið ætla ég ekki að nota meir, því þetta eru að öllum líkindum aukaverkanir af því... jæja nú er verið að reka á eftir mér að þrífa hjá smjatta. eins gott að hlíða því.
föstudagur, september 09, 2005
fyrri skrif
- ég á ekki til orð. ég er buin að vera hundlasin þa...
- and life goes on... eða þannig. ég er búin að se...
- ekki var þetta nú góður dagur fyrir alla stórfjöls...
- jæja þá er ég byrjuð á þessu griðarlega erfiða ver...
- ég setti af einhverri rælni auglýsingar um dótið s...
- jæja... ég held ég sé að komast til meðvitundar á ...
- mér finnst eitt svolítið fyndið... eða fyndið er r...
- jæja þá er fyrsta vinnuvikan eftir sumarfrí búin. ...
- það var nú ekki lengi gert.... búin að selja... þu...
- skjótt skipast veður í lofti... og það er nú bara ...
gestabók
endilega tjáið ykkur
síður
Jólahúsið
Réttritun.is
Raförninn
tenglar
ágúst
anna kristín
bylgja
róbert
freknukrúttið
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home