noh... það gengur á ýmsu í mínu lífi sem endra nær... ég fór út að borða áðan með saumaklúbbnum og mökum... það var ljómandi fínt alveg hreint... hefði mátt vera meira magn af matnum, en hey.. maður má nú ekki kvarta þegar manni er boðið svona.
en svo ég stikli nú á stóru......
ég (og ásmundur reyndar líka) fékk stefnuvott í heimsókn til mín um daginn... hef nú sjaldan orðið eins hissa, því ég gat ekki með nokkru móti látið mér detta í hug hvaða erindi hann gæti átt við mig... jú en ég fékk nú svar við því.. við áttum að mæta fyrir héraðsdóm reykjaness fimmtudaginn 10 nóv kl 14 45 þar sem það átti að fá matsmann til að meta galla á haukalind 32 sem við n.b. seldum fyrir tveimur árum.. þar sem við komum bara straight from the mountains.. þá bara fékk ég gamlan vin minn, heimi örn, til að hjálpa okkur í þessu... og í dag fékk ég símtal þess efnis að málið hefði verið látið niður falla... allavega að svo komnu máli. þetta var allt hið undarlegasta mál, en ég var svo fegin þegar það var svo hringt í mig... omg þvílíkt spennufall... varð svo glöð að ég er næstum búin að ákveða að skella mér til minneapolish í byrjun desember. þegar prófin eru búin .... versla jólagjafirnar... hafa það huggulegt..
talandi um próf.. ég er svoleiðis að rembast við að læra þessa dagana, en sökum annars áreitis þá gengur mér ekkert að einbeita mér... fer örlítið í taugarnar á mér svo ekki sé dýpra í árina tekið. en prófið í forrituninni er á mánudaginn næsta og svo er tölvuhögun í hinni vikunni... svo það er ekkert elsku mamma heldur bara spíta í lófana og halda sér við efnið. verðlauna sig svo með utanlandsferð :D
ég fer á morgun og skrifa undir afsalið á fífulind... og þá er ég búin að ganga frá öllum endum varðandi kaup og sölu á íbúðum í þessari törn... aðeins rúmum þremur mánuðum eftir að ég fékk þessa góðu hugmynd að skella mér í að flytja..
jæja ætli sé ekki best að koma sér í rúmið svo ég verði tiltölulega spræk á morgun
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home