ég á ekki til orð. ég er buin að vera hundlasin það sem af er þessum mánuði. fór nú samt í vinnu í gær, og var að æra alla með röddinni, æra er kannski ekki rétta lýsingarorðið í þessu tilfelli.... gera brjálaða væri nær lagi, því ég er svo hás og það heyrist ekki nema svona ca þriðja hvert orð sem ég segi, og það kemur skemmtilega brostið út úr mér :S úff ég er orðin verulega pissed á þessu. ég ákvað ´því að gera fólkinu greiða og vera heima hja mér í dag. iss.... ligg sem sagt hér í stofunni... búin að selja sófaborðið og eldhúsborðið þannig að nú er ekkert borð eftir í íbúðinni. þetta er orðið ansi aumur búskapur hérna hjá mér. en þetta styttist óðum. annars fór ég í bíó í gærkvöldi. broken flowers. hún var bara fín... allavega heyrðust einhver hljóð frá mér sem áttu að vera hlátur.. veit ekki hvernig það hljómaði í eyrum annarra bíógesta. jæja best að hamast við að láta sér batna aðeins meira :|
p.s. hann gummi mágur minn átti afmæli í gær og sendi ég honum mínar bestu kveðjur með þökk fyrir veitingarnar
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home