ég fékk þessa snilldarhugmynd þegar ágúst vakti mig óguðlega snemma í morgun (miðað við að ég fór seint að sofa og ætlaði að sofa nægju mína) að fara í bíóið sem við ætluðum í á þorláksmessu en komumst ekki vegna lokunar (ok löng setning)... en ég var ekki ein um þessa hugmynd... því þegar við æddum inn í kringluna rétt fyrir ellefu í morgun, (tók góðan tíma að fá bílastæði meira að segja) þá náði röðin úr miðasölunni hálfa leið til helvítis... en við höfðum það af og náðum bara með síðustu miðunum á myndina. fórum sumsé að sjá harry potter. jújú það var allt í lagi... ég náði að halda mér vakandi en eingöngu vegna þess að krakkarnir fyrir aftan mig voru alltaf að sparka í sætið hjá mér. og eru engin takmörk fyrir því hvað er hægt að fara oft á klósettið og skrjáfa mikið í popppokunum... og koma of seint bæði þegar myndin byrjar og eftir hlé... (sama fullorðan manneskjan n.b.) en myndin var ágæt :)
en ætlí það sé ekki best að reyna að koma einhverju gáfulegu í verk í dag.. ætlaði að stoppa í sorpu á leiðinni heim, en það höfðu fleiri fengið þa hugmynd líka svo ég hætti bara við það..... en ég hef nóóóogan tíma ekki satt :D
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home