ég hef alltaf haldið því fram að ég sé ekki sölumanneskja fyrir fimm aura. þrátt fyrir það tók ég að mér að standa í nokkra klukkutíma í smáralindinni á laugardaginn og dreyfa bæklingum og auglýsa áhættumat hjartaverndar.... jahh öðruvísi mér áður brá ég segi nú ekki meir. þarna var ég farin að ráðast á bláókunnugt fólk og reyna að telja því trú um að það þurfi að fara í áhættumat. :) þetta var nú bara allt í lagi.... góður partur í sjálfstyrkingareflingarátaki mínu :D
við skruppum í graðheima í dag og náðum okkur í jólatré... skveruðum því upp í stofunni og erum núna búin að skreyta og alles. hehe þetta er að sjálfsögðu afskaplega vel heppnað eins og allt sem við gerum... lítil og feitt, gersamlega ofhlaðið skrauti og með slagsíðu. en þetta var rosalega gaman hjá okkur :) og það er meira að segja komin einn pakki undir tréið :D nú er ég bara aðeins að reyna að snurfusa hjá okkur. hehe þegar strákarnir fóru að sofa þá var nú ekki par jólalegt hér, fyrir utan að vera með jólatré í stofunni. það úði og grúði saman skrauti og drasli og dóti út um alla íbúð. ég sendi strákana inn í rúm, og sagði þeim að ég ætlaði að taka til.... eftir smá stund var auðvitað kallað á mig og ég svona þrjóskaðist við... en fór svo inn hehe þá sagði ágúst... eitthvað á þá leið að það gengi illa að taka til ef ég væri í tölvunni um leið hehehe. einhverjum mínútum seinna kom hann svo fram til mín... (þar sem ég sat við tölvuna) var illt í maganum og bar sig aumlega... sagði svo við mig... hvað.. ertu ekkert búin að taka til :| snyrtipinninn minn litli (not)
þá er spurning hvor maður fari að tygja sig í ból, svona fyrst klukkan er að verða eitt.... hhhmmmm
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home