en hvað um það. ég var búin að lofa mér í vinnu í smáralind í dag milli 14 og 17. ætlaði sumsé að standa þar og láta fólk fá bæklinga um áhættumatið og eitthvað slíkt... nema að ég afboðaði mig í það starf. það þurfti nú ekki mikilla skýringa við. hehe ég hringdi í guðrúnu jónu og hún eins og flest allir aðrir sem heyra í mér þessa dagana hló bara að mér :) þetta hefði ekki haft mikið auglýsingagildi fyrir hjartavernd held ég, en eins og róbert sagði, þá hefðu ábyggilega allir haldið að ég væri að selja happdrættismiða fyrir mállausa hehe.. svo sem bara hið besta mál ef þeir hefðu fengið einhvern aukin stuðning við það að ég væri að reyna að tjá mig eitthvað.
það er svolítið fyndið hvernig fólk bregst mismunandi við þegar það er að tala við mig. tökum mundu sem dæmi... af því að það heyrist ekkert í mér, þá talar hún bara hærra og hærra. gummi hins vegar og reyndar birna rebekka líka, þau hvísla af því að ég hvísla, hehehe
annars fékk ég fínt símtal í gær. var ég kannski ´búin að segja ykkur frá því... nei ég held ekki, (horinn er farinn að stífla minnisbrautirnar í mér) það var sem sagt ein sem vinnur með mér og hún hafði heyrt (veit ekki hvernig hún frétti það svo sem en það er aukaatriði) að mig langaði á tónleikana með anthony í kvöld og hún var með auka miða handa mér. hún að vísu hló að mér þegar ég svaraði og ætlaði að hætta við að bjóða mér miðann held ég þegar hún heyrði mér, en ég hélt það nú að ég myndi fara því ég ætlaði hvort eð er ekkert að syngja með þeim :D eða allavega reyni ég að hemja mig á meðan á tónleikunum stendur. annars hringi bylgja í mig núna áðan og hún ætlar að ná í mig... ooohh ég hlakka svo til að fara á tónleikana. best að fara að koma sér í bað og snurfusa aðeins... snýta mér, mála yfir baugana og veikindaútlitið hehe. maður verður allavega að reyna.
1 Comments:
ohhhh fórstu á tónleikana..okkur langaði svoooooo til að fara en við fórum á fyrstu tónleikana hans í sumar..og eigum núna ALLt sem hann hefur gefið út og hina og þessa diska sem hann hefur litið við á...
Skrifa ummæli
<< Home