dagur 5
við vöknuðum tiltölulega snemma í dag, í fyrsta skiptið sem við náðum að mæta í morgunmat hehe.
reyndar segir það nú ekki bara til um að við sofum lengi, heldur það að morgunmaturinn er mjög snemma á ferðinni hér.
við fórum svo að horfa á lífvarðaskiptinguna hjá betu. það var rosa flott. fullt af lífvörðum, hestum, byssum, sverðum, löggur og hermenn. og meira að segja beta var heima.
gengum the mall að trafalgar square, piccadilly circus og allt þar í kring. strákarnir fóru í myndatöku, svaka flottir auðvitað. borðuðum svo á fridays.
ég og sigga erum vel sólbrenndar. ég er rauð, hvít og brún... og með nokkkur tilbrigði af hverjum lit. svaka flott.
þetta er allavega búið að vera rosa gaman hjá okkur.... og erum ekki búin enn :)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home