jólin koma
jæja, ekki byrjar þessi dagur neitt spes. haldiði að það hafi ekki einhverjum snillingum dottið í hug að það gæti verið ágætis afþreying aðfararnótt laugardags að brjótast inn í jólahúsið. ég meina halló... jólaskraut.... mars.... og ef þeim hefur dottið í hug að það væri einhverjir peningar þarna inni þá eru þeir verr haldnir heldur en ég hélt. eða eins og hemmi sagði: kannski ætluðu þeir að stela jólaskrautinu og opna jólabúð hinu megin við götuna :) eða þetta hafa verið einlægir jólaaðdáendur sem langaði bara til að skreyta hjá sér í mars.
þannig að nú situr sigga sveitt með löggunni, og ég hangi í símanum að hringja í neyðarþjónustu tryggingarfélagsins sem n.b. er alltaf á tali.
þetta er frábært allt saman.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home