Ok ok. Ég veit það. Meira að segja Meinvill kom í heimsókn til mín í gær til að gera athugasemdir við leti mína. En hvað get ég að því gert þó það sé svona mikið að gera hjá mér. Maður þarf nú að fara á fyllerí og ýmislegt. Við fórum sem sagt í óvissuferðina á miðvikudaginn. Þetta var bara fínt. Það var farið austur fyrir fjall, á draugaslóðir. Fólk hafði nú mismunadni mikinn áhuga á þessum blessuðum draugum, en meiri áhuga á brennivíns snafsinum sem boðið var upp á. Við komum svo við á Básnum og fengum lamb. Helltum svo í okkur smá vökva.Þegar við vorum komin á bæinn þá voru nú ekki allir tilbúnir til að fara heim, þannig að við fórum heim til Róberts. Það er alveg nauðsynlegt að hafa piparsvein í eigin íbúð í svona ferðum. Ég var svo komin heim um tvö a.m. Só far só gúd
Þá erum við komin að næsta degi. Hhann var ekki alveg eins skemmtilegur. Ég var svolítið mikið þunn. Það rjátlaðist þó af mér þegar leið á daginn. Ég skil þó ekki hvernig fólk nennir að vera þunnt aftur og aftur. Ég bara get þetta ekki.
Í dag var ég svo á Nordica hótel í dag í boði A Karlssonar. Þar var námskeið um ómtækið sem við erum með í vinnunni. Þarna sat ég og át og át. Því líkt og annað eins. Annars var þetta bara hið besta mál.
Annars finnast mér þessar vikur sem vantar einn vinnudag í, alveg meiriháttar. Næsta vika er að vísu heil, en ég verð nú orðin árinu eldri þegar hún byrjar svo ég hlít að hafa það af.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home