.comment-link {margin-left:.6em;}

í dagsins önn...........

hugleiðingar mínar

mánudagur, júní 09, 2003

Þá er það annar í Hvítasunnu. Ég sá í fréttunum í gær að fólk var í stórum stíl að versla í 10-11 í gær. Var svo voðalega svekkt þegar löggan kom og lokaði öllu. Lærir þetta fólk aldrei. Mér fannst þó best þegar að þeir tóku viðtal við alþingismann, sem var mættur þarna galvaskur til að fara að versla. (verulega illa til hafðir að sögn Ásmundar). Það kom honum mjög á óvart að það skyldi vera lokað. Ég meina komm on. Ertu ekki á Alþingi. Setur það ekki lögin????? Meira að segja ég vissi þetta.

Ég er búin að fara út að hlaupa í morgun. Mikið ansi er þetta nú hressandi. Þetta voru nú að vísu ekki mikil hlaup en það hljómar mikið betur heldur en ég fór út að labba, og staulaðist um hverfið, andstutt og með nefrennsli. En maður á að taka viljan fyrir verkið. Ég er þó að reyna. Ásmundur liggur ennþá sofandi niðri. Ég er alveg hætt að geta sofið svona mikið. Meira að segja þegar strákarnir eru ekki heima, þá er ég bara glaðvöknuð fyrir allar aldir. Er þetta aldurinn sem er að færast yfir mig. Ég sem hef alltaf verið alveg með eindæmum morgunfúl. Fyrir nokkrum mánuðum síðan hefði ég ekki giskað á að ég myndi vakna hress og kát fyrir kl 8 að morgni. En svona er lífið. Fullt af óvæntum uppákomum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home