Ég sit núna uppi og þori varla að draga andan svo Arnar heyri ekki í mér. Hann er að reyna að sofna en gengur það e-ð hægt. Það var rosa fjör í sveitinni. Hann er búin að stjórna öllum í dalnum með harðri hendi, eins og honum einum er lagið. Ég skil bara ekki af hverju hann er ekki sofnaður. Kemur upp í manni óþolinmæðin eitt augnablik. Annars er þetta fínt. Ég sagði stelpunum að þær mættu koma hvenær sem er og taka þá með sér. Það væri alveg sársaukalaust af minni hálfu. En sem sagt hjartans þakkir elsku Sigga mín fyrir að taka þá með þér. Það var algjört æði.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home