.comment-link {margin-left:.6em;}

í dagsins önn...........

hugleiðingar mínar

þriðjudagur, júní 10, 2003

ég veit ekki hvernig þetta endar allt saman. Ásmundur kom ekki heim með tölvuna, þannig að ég er í neðra að pikka á þetta skrímsli sem kallast tölva. Ég verð að komast til USA og kaupa mér mína eigins tölvu. Nú er sem sagt liðin fyrsti virki dagurinn í fríinu mínu. Hann byrjaði ljómandi vel. Elli hringdi í mig og bauð mér tíma í nuddi kl 10, þannig að ég spratt upp úr rúminu með miklum ´látum og fór út að hlaupa, í bað (ég hljóp ekki í baðinu heldur fór í bað eftir hlaupin), plataði móður mína elskulegu til að lána mér bílinn sinn og brunaði í Breiðholtið í nudd. Vitið þið að ef ykkur vantar nudd þá mæli ég alveg hiklaust með honum Ella. Hann er með allar mögulegar tegundir af nuddi á boðstólnum, og er alveg frábær (allar nánari uppl. veittar í síma ....) Þegar hann var búin að nudda mig alla frá toppi til táar fórum við mamma og SM til ömmu og Ketils í Kirkjugarðinn og settum blóm hjá þeim. Báðumst um leið margfaldlega afsökunar á lélegri frammistöðu undanfarið, en þeir eru farnir að loka og læsa kirkjugarðinum á kvöldin, þannig að maður kemst ekki inn. Ég er nebblilega svo mikið fyrir að vera að ráfa um í kirkjugarðinum eftir miðnætti, wooooaaaahhhh.

En hvað um það. Ég ákvað að fara í verslunarleiðangur. Mig vantar svo mikið föt að það er ekki fyndið. Ég t.d. ekki eina einustu spariflík og það er búið að bjóða okkur í tvö brúðkaup í sumar. Svo ég strunsaði um alla Smáralind (fór að sjálfsögðu í allar smástelpubúðirnar) og fann ekki neitt. Hugsaði með mér að ég ætti nú að fara líka í Debenhams og sjá hvað væri til. Þá fékk ég þessa snilldarhugmynd að fara að skoða undirföt. Þeir auglýsa þessa fínu þjónustu með aðstoð við kaup á brjóstahaldara. Ég strunsaði að borðinu og bað um hjálp, og þar kom ung, bráðmyndarleg stelpa fró mig inn í búningslefann skipaði mér úr til að geta mælt hvaða stærð ég þyrfti. hmhm. Ég lét tilleiðast, hún mældi, hallaði sér síðan aftur horfði á mig og sagði: "ég ætla að láta þig í 36 -38 .......... (sei nó mor). Hm hm sagði ég og brosti bara. Ég var nefnilega búin að telja mér trú um að þetta væri allt saman á réttri leið hjá mér (það er að segja niður á við). Hún skveraði sér fram og kom til baka með ein TÍU stykki í hendinni. Mátaðu þetta sagði hún, og bætti svo við: " ég er voða hrifin af þessum hérna, hann er svona minimizer, heldur rosalega vel að". Hvernig ætli þú vitir það góða. Þú ert með brjóst á stærð við vörtuna á stóru tánni á mér. Er þetta e.t.v. svona one size fits all, haldari eins og við sáum í Lundúnum hérna um árið. Til að gera langa sögu stutta, þá mátaði ég heilan helling af brjóstahöldurum varð þunglyndari eftir því sem ég mátaði fleiri. Setti svo upp voða fínt bros þegar ég skilaði þeim öllum aftur og sagði :" ég ætla aðeins að hugsa málið". Að þessu loknu var ég komin í svo vont skap að mér datt ekki í hug að athuga á fleiri stöðum hvort ég fengi einhverja flík. Þetta er bara einfaldlega það leiðinlegasta sem hægt er að gera, þ.e. að kaupa sér föt. En á morgun byrjar allt upp á nýtt og ég legg aftur af stað í leiðangurinn mikla. Nánari fréttir síðar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home