.comment-link {margin-left:.6em;}

í dagsins önn...........

hugleiðingar mínar

föstudagur, júní 20, 2003

Við systur og unglingurinn fórum í leiðangur og keyptum brúðargjöfina. Við erum allavega alveg rosalega ánægðar með gjöfina, en ef brúðhjónunum líkar hún ekki þá er það bara voða leiðinlegt fyrir þau. Ég ætla nú ekki að segja ykkur hér og nú hver gjöfin er, ef ske kynni að þau myndu ramba á síðuna mína. Þau myndu e.t.v. afturkalla boðið. Við tökum enga sénsa hér.

Nú er komin enn ein helgin. Hvernig er þetta eiginlega. Mér finnst eiginlega eins og vikurnar þjóti áfram. Samt finnst mér síðustu þrjár vikur hafa verið svo lengi að líða. hvernig fer þetta tvennt eiginilega saman??? ég bara spyr?

Annars er ég komin heim með fína brjóstahaldarann minn, sem er nú ekki í frásögur færandi, nema hvað að nærbuxurnar sem við SM vorum svo hrifnar af í gær G strengur með dúskum, við keyptum þær að sjálfsögðu. Við erum nefnilega svo heppnar að hafa unglinginn sem getur klæðst öllum þessum fötum sem okkur finnast svo æðisleg en eru ekki alveg framleidd í okkar númerum!!!!! Þannig að endar ansi oft á því að þegar ég fer til að reyna að finna mér föt, þá enda ég með að kaupa e-ð handa unglingnum.

Í dag ætla ég að enda á lagi úr konungi ljónanna sem Birna minnti mig á í dag (dem). Þetta er mjög grípandi lag sem maður fær alveg skelfilega mikið á heilann, og er í marga marga daga að skolast út aftur. þannig að ef ég fer að syngja þetta í brúðkaupinu á morgun þá er það allt Birnu að kenna.

Nú á ég fullt af úrvals kartöflum, dillillidei
bestar bragðast soðnar potti í (damm damm damm)
rauðar, hvítar, sumar á stærð við haus.
(sungið af Sasú í Konungi Ljónanna)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home