Ég skal nú bara segja ykkur það. Nú er bara einn vinnudagur eftir. Svo er það langþráð sumarfrí. Annars er svo gaman hjá okkur í vinnunni, að ég er ekki enn orðin neitt sérstaklega frí þurfi. Öðru vísi mér áður brá. Ég ætla að bregða mér út í búð á eftir og kaupa strigaskó á soninn. það er ekki séns að ég fari með hann til Vestmannaeyja í þessum skóm sem hann gengur í þessa dagana. Annars er hann búin að vera svo duglegur að fara inn í skáp og finna allskyns gamla skó af mér. Við notum nefnilega sömu stærð ég og 8 ára gamall sonur minn. Hver segir að ég sé smáfætt. Hann hlýtur bara að vera með þessar rosa bífur krakkinn. Mér var nær að ná mér í svona hávaxinn mann :) Svo er bara næst á dagskrá að skunda á goslokahátíðina í Vestmannaeyjum. VIð náum að vísu ekki nema tveimur dögum af fjórum en ´skítt með það.
Só sí jú. Við höfum nú ábyggilega tölvuna með okkur, en maður veit aldrei hvað gerist.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home