geðilegt sumar
ég gleymdi að slökkva á vekjaraklukkunni áður en ég fór að sofa. hún hringdi samviskusamlega kl 6 40 þessi elska. ég var næstum farin fram úr. hugsaði með mér að ég þyrfti að drífa mig í sturtu, það er nefnilega ansi mikið reykt á svona skemmtistöðum. en þvílík gleði þegar ég fattaði að strákarnir voru hjá mömmu og það var frídagur. ég var sko ekki lengi að snúa mér á hina hliðina. þvílík dásemd.
en hún mamma mín elskuleg á afmæli í dag. hún er búin að bjóða okkur í mat í kvöld.
til hamingju með afmælið mamma
við fórum á kaffi viktor í gær. þetta er alveg ágætis matur þarna, en ekki gott að fara mjög seint á svona stað til að borða þar. en ódýrt og gott. við erum semsagt ég og vinnufélagar mínir. var orðið allt of langt síðan við fórum út á lífið síðast, það var í janúar held ég sem þau komu til mín. ussuss var að vísu fámennt, en það kom ekkert að sök, þetta var bara hið besta mál allt saman. var samt komin heim um ellefu. sem aftur á móti verður að teljast frekar léleg frammistaða. en ég var svo þreytt. ég geispaði alla leiðina heim :)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home