jæja ekki fékk ég nú skóna. ég held ég hafi farið inn í hverja einustu skóbúð á svæðinu (og þær eru sko ekki fáar skal ég ykkur segja) í þeirri veiku von að það væru til fleiri svona eintök, en varð ekki að ósk minni. en mikið svakalega er ég búin að sjá mikið af skóm sem ég gæti alveg hugsað mér að kaupa :) lét nú nægja að kaupa eitt par í dag, bara af því ég nennti ekki að burðast með marga poka í marga klukkutíma. oohh jú svo datt ég inn í bókabúð. bókabúðir hafa alltaf verið minn veikleiki. þvílíkur aragrúi af bókum sem mig langaði til að kaupa. argh þar var sko erfitt að hemja sig, náði að prútta við sjálfa mig og sannfæra mig um að ég ætti alveg skilið að kaupa þrjár bækur (var svona þrír fyrir tvær sala hjá þeim)
svo fékk ég þær sorgarfréttir í dag að bíllinn minn sem átti tíma hjá honum bubba s.l. mánudag hefði bilað áður en hann komst alla leið :( en bubbi hefur nú löngum verið þekktur fyrir að redda málunum svo ég vona bara að svo verði áfram.
2 Comments:
Manstu þegar við fórum í allar skóbúðirnar í London að leita að grænu hermannaklossunum í mínu númeri? Ég á þá enn. Enda ekki hægt að henda skótaui sem svona mikil vinna fór í að kaupa!
Bubbi reddar þér, ég veit það af eigin reynslu...
jájá.... þessi bíll þinn .... hann er í góðu lagi núna :-)
Skrifa ummæli
<< Home